Styrktarsjóður
Úthlutunarreglur
HÉR Á EFTIR ER UPPTALNING Á ÖLLUM STYRKJUM SEM HÆGT ER AÐ SÆKJA UM
Umsóknir í sjóðinn skulu berast rafrænt í gegnum Mínar síður ásamt skönnuðu afriti af frumritum reikninga, þar sem fram kemur nafn og kennitala félagsmanns. Einnig beiðnir eða vottorð sé þess krafist í úthlutunarreglunum. Kostnaður við umbeðin læknisvottorð er endurgreiddur gegn framvísun frumrits reikninga.
Hafa ber í huga að því betri gögn og skýringar sem fylgja umsókn því greiðari gengur afgreiðslan. Einungis eru hægt að afgreiða styrki ef umsókn fylgja gildir reikningar.
Réttindi í sjóðinn miðast við það tímabil sem viðkomandi greiðir félagsgjald til SSF og þarf sú þjónusta sem sótt er um endurgreiðslu vegna að hafa verið veitt á því tímabili. Hætti félagsmaður störfum hjá fjármálafyrirtæki eftir að hafa greitt félagsgjald samfellt í að minnsta kosti 6 mánuði á viðkomandi fullan rétt á almennum styrkjum úr Styrktarsjóði í 6 mánuði eftir að síðustu félagsgjöld berast félaginu frá launagreiðanda.
Styrkir eru aldrei greiddir vegna reikninga sem eru eldri en 12 mánaða. Sama á við um þjónustu sem veitt hefur verið félagsmanni fyrir meira en 12 mánuðum.
Meginverkefni Styrktarsjóðs SSF er að greiða dagpeninga til félagsmanna sem missa laun vegna sjúkdóma eða slysa. Einnig að styrkja félagsmenn sína við ýmsar fyrirbyggjandi skoðanir og meðferðir, s.s. krabbameins- og hjartaskoðun og sjúkraþjálfun.
Athugið að greiðslur úr styrktarsjóði eru skattskyldar, en aðeins er tekin staðgreiðsla af
sjúkradagpeningum (ekki almennum styrkjum) svo skattur af þeim greiðist í álagningu næsta árs.
Sjóðurinn er eingöngu fjármagnaður með framlagi atvinnurekenda sem greiða upphæð sem nemur 0,7% af mánaðarlaunum starfsmanna. Þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað verður einnig að takmarka til hvaða málaflokka er greitt hverju sinni. Úthlutunarreglur eru í stöðugri endurskoðun, með tilliti til þess að hægt sé að sinna meginverkefnum sjóðsins.
Samþykkt á fundi stjórnar Styrktarsjóðs SSF þann 9. september 2019 og gildir frá 9. september 2019.
Umsókn um almennan styrk
Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum Mínar síður á heimasíðu SSF og tengja frumrit kvittana við umsókn.
Vinsamlega gætið þess að fylla umsóknina vel og skilmerkilega út og flýta þannig fyrir afgreiðslu með réttum upplýsingum. Góð regla er að kanna þegar sótt er um styrk hvort allar upplýsingar á "Mínum síðum" eru réttar, svo sem netfang og reikningsnúmer.
Umsókn um almennan styrk, ýttu hér til að fara inn á "Mínar síður"
Ef eftirfarandi villa kemur upp við innskráningu ,,Því miður þá hefur þú ekki aðgang að þessu svæði” þá vinsamlegast sendið tölvupóst með nafni og kennitölu á ssf@ssf.is
Umsókn um sjúkradagpeninga
Vinsamlega gætið þess að fylla umsókn vel og skilmerkilega út og flýtið þannig fyrir afgreiðslu með réttum upplýsingum. Góð regla er að kanna þegar sótt er um styrk hvort allar upplýsingar á "Mínum síðum" eru réttar, svo sem netfang og reikningsnúmer.
Sótt er um sjúkradagpeninga á “mínum síðum” á vef SSF.
Umsókn um almennan styrk, ýttu hér til að fara inn á "Mínar síður"
Ef eftirfarandi villa kemur upp við innskráningu ,,Því miður þá hefur þú ekki aðgang að þessu svæði” þá vinsamlegast sendið tölvupóst með nafni og kennitölu á ssf@ssf.is
Samþykktir Styrktarsjóðs
Fjármögnun Styrktarsjóðs
Styrktarsjóðurinn er eingöngu fjármagnaður með framlagi atvinnurekenda sem greiða upphæð sem nemur 0,7% af heildarmánaðarlaunum starfsmanna. Þar sem fjármagn sjóðsins er takmarkað verður einnig að takmarka til hvaða málaflokka er greitt hverju sinni. Úthlutunarreglur eru í stöðugri endurskoðun, með tilliti til þess að hægt sé að sinna meginverkefnum sjóðsins.
Efnisval
- Úthlutunarreglur
- Umsókn um almennan styrk
- Umsókn um sjúkradagpeninga
- Samþykktir Styrktarsjóðs
- Fjármögnun Styrktarsjóðs