Beint í efni

Kjaramál

Kjarasamningar

SSF er samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og fer með samningsumboð fyrir starfsmenn í fjármálafyrirtækjum. Viðsemjendur eru SA Samtök atvinnulífsins.

Starfsaldur

Ákvæði um starfsaldur í kjarasamningum SSF miðast yfirleitt við starfsaldur í greininni, þ.e. þann tíma sem fólk hefur unnið samkvæmt kjarasamningi SSF óháð því hjá hvaða fyrirtæki það hefur starfað.

Vinnutími

Almennur dagvinnutími er frá kl. 9 til kl. 17 mánudaga til föstudaga. Virkur vinnutími á dag er 7 tímar og 21 mínúta (8 tímar mínus 30 mínútur í mat mínus 9 mínútna vinnutímastytting).

Starfsmanna-, launa- og starfsþróunarviðtöl

Starfsmaður á rétt á viðtali við yfirmann einu sinni á ári um störf sín og hugsanlega breytingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali skal það veitt innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins liggi fyrir innan tveggja mánaða. Í kjarasamningi SSF má sjá sérstaka bókun með gr. 1.6 um hvað málefni sé æskilegt að ræða í starfsmannaviðtali.

Desember- og orlofsuppbót

Desemberuppbót fyrir hvert almanaksár miðað við fullt starf er sem hér segir: Á árinu 2024 kr. 106.000, á árinu 2025 110.000, á árinu 2026 114.000 og 118.000 á árinu 2027.

Fullt ársstarf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.

Desemberuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna desemberuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er kr. 58.000 á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2024. Orlofsuppbótin verður kr. 60.000 á árinu 2025, 62.000 á árinu 2026 og 64.000 á árinu 2027.

Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

Launagreiðslur

Ferðakostnaður

Akstursgjald, dagpeningar innanlands og dagpeningar á ferðum erlendis fara samkvæmt ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar ríkisins.  Auglýsingar ferðakostnaðarnefndar eru aðgengilegar á vef stjórnarráðs Íslands.

Ath. gengi SDR er aðgengilegt á heimasíðu Seðlabanka Íslands sem og hjá öðrum aðilum sem gefa upp gengi gjaldmiðla.

Efnisval

  • Kjarasamningar
  • Starfsaldur
  • Vinnutími
  • Starfsmanna-, launa- og starfsþróunarviðtöl
  • Desember- og orlofsuppbót
  • Launagreiðslur
  • Ferðakostnaður